Af hverju kattaskrá?
Stundum fara kisurnar okkar á flakk og jafnvel týnast í lengri eða skemmri tíma. Við viljum að kisurnar okkar finnist fljótt og vel ef þær týnast. Oft sér fólk kisurnar á förnum vegi og tilkynnir það á samfélagsmiðlum eins og Facebook. KATTASKRÁIN býður upp á þann möguleika að fletta upp myndum af köttum sem búa á tilteknu svæði skv. póstnúmeri. Ef kattaeigendur eru duglegir við að senda inn mynd og upplýsingar um kisurnar sínar aukast líkur á að eigandi finnist nánast strax.